Aðskotahlutur í kartöflusalati

Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af kartöflusalati með lauk og graslauk, frá Þykkvabæjar ehf. vegna aðskotahlutar sem fannst í vörunni.

Þykkvabæjar hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, innkallað eina framleiðslulotu af vörunni, sem er með síðasta neysludag 05.08.2022.

Þykkvabæjar vinnur að því að fjarlægja vöruna úr hillum verslana. Vörunni var meðal annars dreift í Bjarnabúð, Bónus, Gvendarkjör, Krónuna, Krambúðina og Nettó. Neytendur sem hafa keypt umrædda vöru er bent á að neyta hennar ekki heldur skila vörunni í verslun eða á skrifstofu Þykkvabæjar ehf, Austurhrauni 5, 210 Garðabæ.

Fyrri greinGul viðvörun vegna rigningar
Næsta greinÓvíst hvort bráðabirgðabrúin standi af sér vatnsflauminn