Adólf ráðinn útibússtjóri

Adólf Ingvi Bragason hefur verið ráðinn útibússtjóri Íslandsbanka á Selfossi. Hann tekur við starfinu af Jóni Rúnari Bjarnasyni, sem verið hefur útibússtjóri í tæp 24 ár. Jón Rúnar lætur af störfum 1. maí næstkomandi.

Adólf Ingvi starfaði sem útibússtjóri Sjóvá á Suðurlandi á árunum 2010-2018 en síðast var hann fjármálastjóri Mussila, sem er nýsköpunarfyrirtæki sem sérhæfir sig á sviði stafrænnar tónlistarkennslu. Hann hefur jafnframt starfað sem þjálfari í meistaraflokki og hjá yngri flokkum í knattspyrnu og er með UEFA A þjálfaragráðu. Hann var um tíma formaður knattspyrnudeildar Umf. Selfoss.

Adólf Ingvi er með BSc gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og MBA gráðu frá Háskólanum í Árósum.

Fyrri greinTíu í einangrun á Suðurlandi
Næsta grein„Flúðir eru svo notalegur staður“