Aðalleið bauð lægst í Laugarvatnsveg

Vegagerð. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Aðalleið ehf í Hveragerði bauð lægst í endurbætur á 2,9 km kafla á Laugarvatnsvegi frá Biskupstungnabraut að Þóroddsstöðum.

Tilboð Aðalleiðar var tæpar 79,6 milljónir króna en öll tilboðin sem bárust voru undir 98,8 milljón króna áætluðum verktakakostnaði Vegagerðarinnar.

Verk og tæki buðu 87,6 milljónir, Bakkavélar ehf 87,6 milljónir, Vörubílstjórafélagið Mjölnir 90,9 milljónir og Borgarverk ehf 94,7 milljónir.

Veturinn 2019-2020 skal vinna við efnisútvegun og breikkun vegarins. Eftir 14. apríl 2020 verður núverandi slitlag fræst upp, vegurinn styrktur og lögð út klæðing. Verklok eru 15. júlí 2020.

Fyrri greinLíkfundur á Sprengisandsleið
Næsta greinHólmfríður rauf 300 leikja múrinn