Aðalleið ehf í Hveragerði átti lægsta tilboðið í jarðvinnu við viðbyggingu leikskólans Óskalands í Hveragerði en tilboð í verðkönnun voru opnuð í síðustu viku.
Tilboð Aðalleiðar hljóðaði upp á 21,6 milljónir króna og var aðeins 64,1% af kostnaðaráætlun, sem er 33,7 milljónir króna.
Þrír aðrir verktakar buðu í verkið; Jarðtækni ehf bauð 25,4 milljónir króna, SS verktakar áttu tvö tilboð upp á 43,5 milljónir og 45,9 milljónir króna og Hverafell átti hæsta tilboðið, sem hljóðaði upp á 47,5 milljónir króna.
Jarðvinnunni á að vera lokið þann 14. október næstkomandi.