Aðalfundur Hollvarða að lokinni brautskráningu

Fjölbrautaskóli Suðurlands. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen

Aðalfundur Hollvarðasamtaka Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi verður haldinn í skólanum (stofu 201) miðvikudaginn 28. maí næstkomandi að lokinni brautskráningu, kl. 16:00.

Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf; skýrsla stjórnar, framlagning ársreikninga, kosningar og önnur mál.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn. Fyrrum nemendur, starfsmenn og aðrir velunnarar skólans, sem ekki eru í samtökunum, eru líka hvattir til að kynna sér samtökin og helstu verkefni þeirra á heimasíðu skólans.

Einnig má finna eitt og annað á Facebook síðu Hollvarðasamtakanna, m.a. myndir úr skólastarfinu fyrr og síðar, nöfn þeirra sem notið hafa styrkja og fréttir frá brautskráningum.

Fyrri grein„Verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla“
Næsta greinKammerkór Reykjavíkur í Sólheimakirkju