Áætlunarflug hefst milli Hafnar og Reykjavíkur

Höfn í Hornafirði. Ljósmynd/RARIK

Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Erni ehf um flug á flugleiðinni milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði.

Áætlunarflug samkvæmt samningnum mun hefjast næstkomandi mánudag, þann 16. nóvember.

Einnig var samið við Norlandair ehf um flug á milli Reykjavíkur og Gjögurs og Reykjavíkur og Bíldudals.

Ríkiskaup auglýstu útboð á þessum leiðum fyrir Vegagerðina í apríl í vor og voru tilboðin opnuð í júní. Útboðið var kært en eftir að kærunefnd útboðsmála aflétti stöðvunarkröfu tók Vegagerðin nýja ákvörðun um val tilboða í október síðastliðnum. Það var var einnig kært en kærunefnd útboðsmála aflétti stöðvun og heimilaði samninga þann 30. október og gekk þá Vegagerðin til samninga við lægstbjóðendur.