Á tvöföldum hámarkshraða við Borg í Grímsnesi

Mynd úr safni. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Lögreglan á Suðurlandi kærði 28 ökumenn fyrir að aka of hratt í umdæminu í liðinni viku. Sá sem hraðast ók var stöðvaður á Þjóðvegi 1 við Þorgeirsstaði í Lóni en hann var á 149 km/klst hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst.

Ökumaðurinn lauk máli sínu með greiðslu sektar að upphæð 210 þúsund krónur og sviptingu ökuréttar í einn mánuð. Þarna var á ferðinni erlendur ferðamaður og segir lögreglan að þetta hafi reynst heldur snubbóttur endir á annars skemmtilegri heimsókn til Íslands.

Annar ökumaður, íslenskur, var stöðvaður á 137 km/klst hraða á Biskupstungnabraut norðan við Borg en þar er leyfður 70 km/klst hámarkshraði. Málið fer til ákæruvaldsins til afgreiðslu en varðar 180 þúsund króna sekt og tveggja mánaða sviptingu.

Fyrri greinSjötíu konur hafa leitað til Sigurhæða
Næsta greinSex lömb liggja í valnum