Á ótryggðum bíl á fölskum númerum

Lögreglan á Suðurlandi hafði afskipti af ökumanni í liðinni viku en hann reyndist vera á ótryggðu ökutæki og ekki bara það heldur hafði hann sett skráningarnúmer á bifreiðina af annarri bifreið.

Ökumaðurinn var annars vegar kærður fyrir að vera með ótryggt ökutæki og hins vegar fyrir hegningarlagabrot með því að misnota skjal sem skráninganúmerið telst vera.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að í síðustu viku voru 57 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur, fimm fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og einn fyrir ölvunarakstur.

Fyrri greinLögreglan í hálendiseftirliti
Næsta greinPróflaus en með skírteinið í vasanum