A og B standa saman í Ölfusi

A og B-listi í Ölfusi hafa gengið frá málefnasamningi og munu starfa saman í meirihluta á komandi kjörtímabili.

Sigríður Lára Ásbergsdóttir af A lista verður forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs verður Sveinn Steinarsson af B lista. Auglýst verður eftir bæjarstjóra fljótlega.

Í tilkynningu frá nýmynduðum meirihluta segir að meðal markmiða meirihlutasamstarfs A Fyrir okkur öll og B Framfarasinna sé að auka aðkomu annarra lista að undirbúningi mála og ákvarðanatöku þannig að bæjarstjórn og nefndir vinni í meira mæli sem ein heild í þágu allra bæjarbúa.