Á ofshraða innanbæjar

Ungur ökumaður var stöðvaður rétt eftir miðnætti í nótt á 114 kílómetra hraða innanbæjar á Selfossi.

Hámarkshraðinn þar sem maðurinn var stöðvaður er er 50 kílómetrar og því ók hann á 64 kílómetrum yfir hámarkshraða.

Að sögn lögreglu er ekki um að ræða endurtekin brot af hálfu ökumanns og ekki leikur grunur á ölvun við akstur.

Ökumaðurinn ungi verður engu að síður sviptur ökuréttindum tímabundið og má búast við hárri sekt.

Að öðru leyti var fremur rólegt hjá lögreglunni á Selfossi í nótt.