Á ofsahraða með fulla smárútu af fólki

Lögreglan á Selfossi stöðvaði í dag kanadískan ferðamann á Suðurlandsvegi við Birtu en sá hafði stigið nokkuð duglega á bensíngjöfina.

Maðurinn ók smárútu, sem var full af fólki, á 134 km/klst hraða. Hann gerði upp sektina á staðnum, 70 þúsund krónur, og fékk svo að halda sína leið.

Lögreglan stöðvaði fjóra ökumenn í nágrenni Selfoss í dag fyrir hraðakstur, og einn innanbæjar.