Á ofsahraða innanbæjar

Átján ára gamall ökumaður var tekinn á 117 km hraða á Selfossi í nótt í Suðurhólum en þar er 50 km hámarkshraði.

Maðurinn var fluttur á lögreglustöð og tekin af honum skýrsla. Hann var sviptur ökuleyfi til bráðabirgða.

Samkvæmt sektarreikni Umferðarstofu bíður ökumannsins unga 110.000 króna fjársekt, svipting ökuleyfis í þrjá mánuði og þrír refsipunktar í ökuferilsskrá.