Á ofsahraða í Eldhrauninu

Lögreglan á Hvolsvelli stöðvaði tólf ökumenn fyrir of hraðan akstur í vikunni. Sá sem hraðast ók var á 147 km hraða í Eldhrauninu, vestan við Klaustur.

Ökumaðurinn missti ökuleyfi sitt á staðnum og 130 þúsund króna sekt. Hann mun verða próflaus í mánuð auk þess að fá þrjá refsipunkta í ökuferilsskrá.