Á-listinn býður aftur fram

Esther Guðjónsdóttir, bóndi á Sólheimum, leiðir Á-listann áfram í Hrunamannahreppi. Á-listinn býður nú fram í annað sinn í hreppnum.

„Íbúar Hrunamannahrepps þurfa að gera það upp við sig hvort hægt sé að gera betur en á undangengnum kjörtímabilum. Á-listafólk er þeirrar skoðunar að ýmislegt megi betur fara og býður því fram lista í annað sinn sem samanstendur af fólki sem hefur góða og fjölbreytta reynslu,” segir í fréttatilkynningu frá framboðinu, sem er í minnihluta í hreppsnefnd.

Á-listinn er þannig skipaður:
1. Esther Guðjónsdóttir Sólheimum.
2. Gunnar Þór Jóhannesson Akurgerði 3.
3. Bjarney Vignisdóttir Auðsholti.
4. Þröstur Jónsson Högnastíg 8.
5. Þorsteinn Loftsson Haukholtum.
6. Katrín Emilsdóttir Grafarbakka.
7. Grímur Guðmundsson Ásatúni.
8. Fríður Sæmundsdóttir Smiðjustíg 17a.
9. Auður Kolbeinsdóttir Suðurbrún 8.
10. Jón Hjalti Sigurðsson Vesturbrún 2.