Á leið í partý með fíkniefni

Lögreglan á Selfossi stöðvaði tvo menn í bíl á leið niður Kambana í morgun. Ökumaðurinn reyndist vera undir áhrifum fíkniefna og á farþeganum fundust nokkrir tugir gramma af fíkniefnum.

Þeir báru því við að vera á leið í partý með efnin, án þess að vilja tilgreina staðsetninguna nánar. En ekkert verður af því og er nú verið að yfirheyra mennina.