Á gjörgæslu eftir mótorhjólaslys

Ungur piltur er á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hafa velt yfir sig mótokrosshjóli við Gaddstaðasíki austan við Hellu síðdegis í dag.

Pilturinn hlaut beinbrot og fleiri áverka en hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild í Reykjavík. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild Landspítalans er pilturinn með fjölþætta áverka sem kalla á gjörgæslu. Hann er ekki í lífshættu.

Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar tildrög slyssins en pilturinn, sem er 16 ára gamall, hafði ekki ökuréttindi á hjólið. Hann var á ferð utan vegar við Suðurlandsveg.

Fyrri greinBílslys olli rafmagnsleysi í Ölfusinu
Næsta greinBrekkan of brött í lokin