Á gjörgæslu eftir flugeldaslys

Karlmaður á sextugsaldri slasaðist alvarlega þegar flugeldur sprakk í höndunum á honum á Selfossi í nótt. Maðurinn liggur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hlaut maðurinn alvarlega áverka á höndum og brunasár í andliti og á brjósti.

Tilkynnt var um slysið rétt eftir miðnætti í nótt en maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.

Nánari upplýsingar um tildrög slyssins liggja ekki fyrir.

Fyrri greinLyngdalsheiði ófær vegna hálku
Næsta greinGunnar Björn aðstoðar Ingólf