Á formúludekkjum í hálkunni

Vel með farið nagladekk. Myndin tengist efni fréttarinnar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði ökumann lítillar fólksbifreiðar síðastliðinn miðvikudag innanbæjar á Selfossi.

Mynstrið á þremur hjólbörðum af fjórum var slitið upp og blasti sléttur slitflöturinn við lögreglumönnunum. Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að dekk sem þessi eigi betur heima á formúluökutæki á þurrum sumardegi, heldur en í hálku að vetri til á Selfossi.