Á flugtakshraða á Mýrdalssandi

Lögreglan á Hvolsvelli mældi erlendan ökumann á 168 km/klst hraða í gær þar sem hann ók vestur Mýrdalssand.

Að sögn lögreglu var hann á lítilli bílaleigubifreið og átti fullt í fangi með að halda bifreiðinni á veginum.

Hann stöðvaði strax og hlaut mál hans venjubundna afgreiðslu. Samkvæmt sektarreikni Umferðarstofu er refsingin fyrir þetta brot 150.000 króna fjársekt, svipting ökuleyfis í 3 mánuði og 3 refsipunktar í ökuferilsskrá.

Fyrri greinEldklerkurinn á Hvolsvelli
Næsta greinElín Finnboga: Vinstri græn og umhverfisvæn