Á fimmta tug kærðir fyrir að kitla pinnann

Selfoss- og Hvolsvallarlögreglan kærði 41 ökumann fyrir hraðakstur í síðustu viku. Sá sem hraðast ók var á 134 km/klst hraða.

Sá var á ferðinni við Dýralæki á Mýrdalssandi þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst.

Að auki kærði Selfosslögreglan fjóra ökumenn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og þrjá fyrir ölvunarakstur.