Á batavegi eftir hestaslys

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Betur fór en á horfðist þegar hestamaður féll af hestbaki í Flóanum á fimmtudaginn í síðustu viku. Hann var fluttur með hraði á sjúkrahús en er á batavegi og minna meiddur en fyrsta skoðun á vettvangi gaf tilefni til að ætla.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Þar kemur einnig fram að sex umferðarslys voru tilkynnt til lögreglunnar í liðinni viku, öll án teljandi meiðsla á fólki.

Þá hefur sunnlenska.is greint frá slysi á Langjökli síðastliðinn laugardag, þar sem vélsleðakona slasaðist. Á leið sinni á sjúkrahús á Selfossi komu sjúkraflutningamenn við hjá fossinum Faxa í Tungufljóti en þar hafði kona dottið og meiðst á fæti. Búið var um hana og sjúkrabifreiðin notuð sem skjól þar til önnur kom á vettvang til að flytja hana.

Fyrri greinSuðurlandsslagnum frestað
Næsta greinFramrás bauð lægst í Holtsveg