Á annað hundrað fjölskyldur hafa fengið aðstoð

Stofnfundur IS-ART, félags áhugafólks um ART þjálfun á Íslandi var haldinn á Selfossi í síðustu viku.

ART (Aggression Replacement Training) er vel afmörkuð aðferð sem eykur félagsfærni og dregur úr erfiðri hegðun. Þegar eru 102 félagsmenn skráðir í IS-ART.

„Markmið félagsins er að gera félagsmönnum kleift að fylgjast með nýjungum og vera í samskiptum við aðra sem stunda ART þjálfun. Alls hafa 570 manns, alls staðar að af landinu sótt ART réttindanámskeið og á annað hundrað fjölskyldur sem fengið hafa ART fjölskyldunámskeið á vegum ART-teymisins á Suðurlandi,“ segir Kolbrún Sigþórsdóttir, formaður IS-ART.