Á að vera tilbúin 1. mars

Malbikunarframkvæmdir hófust við Björgunarmiðstöð Árborgar í dag. Stefnt er á að húsið verði tekið í gagnið þann 1. mars nk.

Nauðsynlegt hefur reynst að gera stöðuúttekt á húsnæðinu og er gert ráð fyrir að hún liggi fyrir upp úr áramótum, um leið og kostnaðaráætlun sem verkfræðistofan Verkís mun vinna. Að því loknu munu breytingar á húsnæðinu fara í útboð.

,,Við vitum ekki enn hver kostnaðurinn verður enda liggur stöðuúttekt ekki fyrir,“ sagði Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, í samtali við Sunnlenska. Hún segir nauðsynlegt að fá stöðuúttektina og það hefði vissulega áhrif á framkvæmdahraðann.

Starfsmenn Hlaðbæjar/Colas hófu að malbika planið fyrir utan Björgunarmiðstöðina í dag. Í þessari lotu verður einungis malbikaður sá hluti plansins sem snýr að hluta Brunavarna Árnesinga og sjúkraflutninga Hsu í húsinu.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT

Fyrri greinNýtt póstnúmer í Ölfusinu
Næsta greinTuttugu sagt upp á HNLFÍ