Á 184 km/klst hraða undir Ingólfsfjalli

Mynd úr safni. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Alls voru 63 ökumenn kærðir í liðinni viku fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi.

Einn þeirra mældist á 184 km/klst hraða á Biskupstungnabraut við Tannastaði en þar er leyfður hámarkshraði 90 km/klst. Hann var sviptur ökurétti á staðnum og bíður nú málsmeðferðar á ákærusviði.

Annar ökumaður mældist á 154 km/klst á Suðurlandsvegi við Dalsel síðastliðinn þriðjudag og var þar um erlendan ferðamann að ræða.

Þriðja bifreiðin var mæld á 147 km/klst á Suðurlandsvegi við Rauðalæk á miðvikudag og þar, líkt og með ökumanninn á Biskupstungnabraut, um Íslending að ræða.

Fyrri greinBirgir í 1. sæti hjá Miðflokknum
Næsta grein„Algjörlega magnað þegar allar þessar stórstjörnur klappa fyrir manni“