Á 176 km/klst á Hellisheiði

Lögreglan að störfum. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Lögreglan á Suðurlandi kærði ökumann á sjötugsaldri fyrir að aka bíl sínum á 176 km/klst hraða á Hellisheiði í síðustu viku.

Leyfilegur hámarkshraði á þessum kafla er 90 km/klst þannig að við brotinu liggur 250 þúsund króna sekt og þriggja mánaða svipting ökuréttar.

Lögreglan kærði 18 aðra ökumenn í liðinni viku fyrir að aka of hratt. Tíu þeirra voru á ferðinni í V-Skaftafellssýslu.

Fyrri greinÞórunn Anna dúxaði í FSu
Næsta greinBjarki og Símon Norðurlandameistarar