Á 166 km hraða á Villingaholtsvegi

Á áttunda tímanum í morgun var ökumaður mældur á 166 km hraða á Villingaholtsvegi skammt frá Villingaholti.

Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu sem veitti honum eftirför alla leið inn á Selfoss þar sem hann stöðvaði bifreið sína og hvarf á braut. Hann fannst skömmu síðar og var handtekinn.

Að lokinni yfirheyrslu var hann sviptur ökurétti til bráðabirgða.

Fyrri greinDohlsten, Guessan og Yao Yao í raðir Selfoss
Næsta greinInnbrotið upplýst samdægurs