Á 165 km/klst hraða á slóðum banaslyss

Lögreglan á Hvolsvelli segir að talsvert sé um það að ökumenn séu ekki með hugann við ökuhraða sinn í gegnum umdæmið sem nær frá Þjórsá austur fyrir Lómagnúp.

Í liðinni viku var ökumaður stöðvaður fyrir að aka á 165 km/klst hraða á Suðurlandsvegi á þeim slóðum sem banaslysið varð um verslunarmannahelgina. Ökumaðurinn fékk fyrir þetta 140.000 kr. sekt.

Á sex dögum voru 28 ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur.

Í dagbók lögreglu kemur fram að talsvert hafi verið um þjófnað á litaðri vélarolíu í umdæminu og telur þjófnaðurinn samtals á milli 3 og 4.000 lítrum. Ef fólk hefur einhverjar upplýsingar um þjófnaðinn getur það haft samband við lögregluna á Hvolsvelli í síma 488-4110.

Fyrri greinIðunn stýrir klasasamstarfi
Næsta greinTöðugjöldin um helgina