Á 154 km hraða á Heiðinni

Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Selfosslögreglunnar í kvöld. Sá sem hraðast ók var á 154 km/klst á Hellisheiði.

Ökumaðurinn á von á 130 þúsund króna sekt og eins mánaðar sviptingu ökuréttinda.

Einn til viðbótar var stöðvaður á Hellisheiði og annar innanbæjar á Selfossi.

Alls stöðvaði Selfosslögreglan tuttugu ökumenn fyrir of hraðan akstur í umdæminu um helgina.