Á 140 á Skeiðunum

Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann á Skeiða- og Hrunamannavegi eftir hádegi í dag en sá ók á 140 km hraða á klukkustund.

Ökumaðurinn á von á níutíu þúsund króna sekt og þremur refsipunktum í ökuferilsskrá.

Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni eru allir vegir í sýslunni auðir og umferð hefur gengið vel í dag.