Á þriðja þúsund í morgunmat

Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi fer fram um helgina en bæjarbúum og gestum þeirra var boðið til morgunverðar í íþróttahúsi Vallaskóla í morgun.

Um 2.500 gestir mættu í morgunmatinn sem var framreiddur af liðsmönnum Knattspyrnufélags Árborgar. Það eru verslanir og fyrirtæki á Selfossi sem gefa allt sem til þarf svo hægt sé að bjóða upp á glæsilegt hlaðborð.

Í dag verður fjölbreytt fjölskyldudagskrá á Selfossi en hápunktur hátíðarinnar er í kvöld með sléttusöng og flugeldasýningu.