Aðgerðaráætlun á HSu vegna ebólu

„Já, nú er unnið er að aðgerðaáætlun fyrir heilsugæslu, bráðamóttöku og sjúkraflutningamenn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands fyrir heilbrigðisumdæmi Suðurlands, sem mun verða tilbúin í þessari viku."

Þetta segir Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSu, þegar hún var spurð hvort það væri til viðbragsáætlun hjá stofnuninni vegna ebólu.

Ekki er talið líklegt að ebólan berist hingað til lands en vegna alvarleika veikinnar þarf viðbúnaður að vera til staðar til að taka á móti og annast hugsanleg tilfelli. Hægt er að rjúfa smitleiðir með notkun viðeigandi hlífðarbúnaðar.

Fyrri greinÓmar Diðriks og Sveitasynir gefa út geisladiskinn „Lifandi“
Næsta greinBjörgunarfélagið fékk nýtt sjónvarp að gjöf