Aðeins þrjár umsóknir í menningarsjóðinn

Á síðasta fundi menningarnefndar var styrkjum úr Lista- og menningarsjóði Ölfuss úthlutað. Einungis þrjár umsóknir bárust en 300.000 krónur voru til úthlutunar.

Ákveðið var að styrkja tvö verkefni, annarsvegar leiksýninguna Enginn með Steindóri, sem Leikfélag Ölfuss er að sýna um þessar mundir og hinsvegar nýárstónleika Lúðrasveitar Þorlákshafnar sem haldnir verða í janúar 2015.

Leikfélagið fær 200.000 króna styrk en lúðrasveitin 100.000 króna styrk.

Fyrri greinHamar tapaði heima
Næsta greinÞórhallur í bæjarstjórn