Aðstaðan ekki boðleg að mati lækna

Læknar við Heilbrigðisstofnun Suðurlands vilja ekki nýta aðstöðu sem þeim býðst á Laugarvatni undir læknasel, þar sem þeim finnst aðstaðan óviðunandi.

Um er að ræða um 50 fermetra kjallaraherbergi í sama húsi og læknaselið var áður. Sveitarfélagið býðst til að veita aðstöðuna HSu að kostnaðarlausu eins og verið hefur.

Ákvörðun um að leggja niður læknisþjónustu á Laugarvatni kom í kjölfar þess að rýma þurfti læknaselið undir aðstöðu Skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu.

Um 140 manns skrifuðu undir undirskriftalista þar sem lokuninni er mótmælt, en það eru nálægt því að vera allir íbúar Laugardals. Á Laugarvatni fjölgar íbúum hinsvegar verulega yfir vetrartímann þar sem um 230-240 nemendur stunda þar nám bæði í menntaskólanum og háskólanum.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu