Aðsóknarmet í Bókakaffinu á Selfossi

Aðsóknarmet var slegið á upplestrarvöku í gærkvöldi, fimmtudaginn 24. nóvember, í Bókakaffinu á Selfossi.

Fyrra metið var frá 3. desember 2014 þegar 70 manns mættu en nú voru nokkrum fleiri.

Þau sem lásu í gærkvöldi voru Steinunn Sigurðardóttir úr bókinni Heiða – fjalldalabóndinn sem skrifuð er í orðastað Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur á Ljótarstöðum í Skaftártungu, Guðmundur Sæmundsson úr ljóðabók sinni Í sjöunda himni býr sólin. Kristian Guttesen las úr nýútkominni ljóðabók sinni: Hendur morðingjans, Hermann Stefánsson las úr bókinni Bjargræði og Sigurður Sigurðarson var leynigestur kvöldsins og las úr bók sinni: Sigurðar sögur dýralæknis.

Bjarni Harðarson stjórnaði kvöldinu af röggsemi.