Aðeins fjögur laus störf

Atvinnuleysi á Suðurlandi var 4,0% í september og hefur ekki verið lægra í nokkurn tíma en þess má geta að út úr árstíðarbundinni sveiflu megi lesa að atvinnustigið sé nokkuð gott í september.

Þetta er 0,9% minna atvinnuleysi en á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi var 4,5% ágúst sem nákvæmlega sama hlutfall og í júlí. Það jafngildir því að 539 manns hafi verið án atvinnu að meðaltali. Atvinnuleysi var 4,5% í ágúst og júlí, 4,7% í júní og 5,5% í maí. Til enn lengri samanburðar má nefna að 6,4% voru án atvinnu í apríl, 6,9% í mars og 7,2% í febrúar.

Atvinnuleysi í september var 3,7% meðal karla en 4,4% meðal kvenna. Atvinnuleysi á Suðurlandi dregst saman um 0,9% miðað við sama tíma í fyrra. Laus störf á Suðurlandi í september voru aðeins fjögur.