Aðalfundur Fótspora í kvöld

Aðalfundur Fótspora, félags um sögu og minjar í Skaftárhreppi, verður haldinn á Hótel Klaustri í kvöld kl. 20:30.

Þá fara fram venjuleg aðalfundarstörf en að þeim loknum verða að venju sýndar áhugaverðar, skaftfellskar myndir frá fyrri tíð.

Fundurinn er öllum opinn, jafnt félögum sem öðrum. Nýir félagar eru velkomnir, að vanda.

Frá síðasta aðalfundi hefur Fótspor haldið áfram, og svo til lokið, endurbótum á sæluhúsinu í Dýralækjaskerjum á Mýrdalssandi. Um aldargamalt steinhús er að ræða, sem byggt var sem öryggisskýli fyrir ferðalanga fyrir rúmri öld síðan. Þá eru í undirbúningi lagfæringar á gömlu rafstöðinni við Geirland.

Einnig eru uppi hugmyndir um að koma gamla afréttarkofanum í Stóragili á Skælingum í upprunalegt horf, og til þess hlaut félagið nýverið styrk frá Vinum Vatnajökuls, hollvinasamtökum Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fyrri greinÚrslitakeppni Uppsveitastjörnunnar í kvöld
Næsta greinBíóhelgi á Klaustri