98 kílómetrar af ljósleiðara

Sveitarstjórn Ásahrepps samþykkti á síðasta fundi sínum að halda íbúafund um fyrirhugaða lagningu ljósleiðara í sveitarfélaginu.

Jafnframt var ákveðið að framkvæmd verði endanleg hönnun og kostnaðargreining á lagningu leiðarans.

Miðað er við að heildarlagnaleið sé 98 kílómetrar, þar af um 54 kílómetrar af stofnlögn. Kílómetrarnir 98 samsvara því að ef strengurinn væri lagður í beinni loftlínu þá næði hann frá Þjórsárbrú að Vík í Mýrdal.

Um er að ræða alls 81 tengistað, það er öll lögheimili með fasta búsetu í Ásahreppnum.

Fyrri greinMargir ótryggðir í umferðinni
Næsta greinFSu á góðri siglingu