98 í einangrun á Suðurlandi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag eru 98 manns í einangrun vegna COVID-19 í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og hefur fækkað um rúmlega 20 síðan fyrir helgi.

Flestir eru í einangrun á Selfossi, 33 talsins og þar eru 36 í sóttkví. Átta eru í einangrun í Grímsnesinu og 13 í sóttkví.

Samtals eru 88 manns í sóttkví í umdæminu en voru á annað hundrað fyrir helgi.

Þetta kemur fram í tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Fyrri greinTinna Soffía tekur skóna af hillunni
Næsta greinÍtrekaðar íkveikjur á Selfossi