90 í einangrun á Suðurlandi

Á leið í skimun í bílakjallara Kjarnans á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag eru 90 manns í einangrun í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og hefur fækkað um 54 síðan á föstudaginn.

Þá eru 118 manns í sóttkví sem er svipuð tala og fyrir helgi. Þetta kemur fram í tölum frá HSU.

Flestir eru í einangrun í Árborg, 28 manns, þar af 18 á Selfossi. Í Árborg er 41 í sóttkví.

Í gær greindust 103 kórónuveirusmit innanlands og þar af voru 55 utan sóttkvíar, að því er fram kemur á covid.is.

Fyrri greinLíklegt að jarðskjálftar tengist niðurrennsli jarðhitavatns
Næsta greinHólmfríður leggur skóna á hilluna