90 ára afmæli Hellu fagnað á Töðugjöldum

Töðugjöld á Hellu verða haldin í 24. skipti í ágústmánuði, en hátíðin hefur verið haldin frá árinu 1994. Í ár verður því einnig fagnað að Helluþorp er 90 ára á þessu ári.

Íbúar koma að allri skipulagningu og halda Töðugjöld með stuðningi sveitarfélagsins og fyrirtækja á svæðinu. Allir eru boðnir velkomnir á hátíðina og mikið er lagt uppúr því að fjölskyldan geti skemmt sér saman.

Dagskráin er fjölbreytt og verður kynnt fljótlega. Á föstudagskvöldi verður hverfarölt og kemur það í hlut bláa hverfisins að bjóða heim í ár. Á laugardeginum verður svo boðið uppá eitthvað fyrir alla og má m.a. sjá Leikhópinn Lottu, Áttuna, Bjarna Töframann, fjölbreytt leiktæki, hraðmót Arionbanka í fótbolta, markað, hljómsveitina Í svörtum fötum, glæsilega bílasýningu og margt margt fleira.

Fyrri greinSunnlensku liðin lentu í úlfum og kríum
Næsta grein60% kærðra eru erlendir ferðamenn