860+ er sveitalistamaður ársins

Sveitalistamaður Rangárþings eystra 2016 er Ljósmyndaklúbburinn 860+. Viðurkenningin var veitt á Kjötsúpuhátíðinni um síðustu helgi.

Klúbburinn hefur starfað nokkuð lengi saman og eitt af verkefnum þeirra ár hvert hefur verið að setja upp útiljósmyndasýningu á Miðbæjartúninu á Hvolsvelli okkur öllum til ánægju.

Hópurinn samanstendur af fólki af öllum aldri og myndir þeirra eru eins fjölbreyttar og þau eru mörg.