850 hafa kosið í flokksvalinu

Flokksval Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi er í fullum gangi en klukkan hálftíu í morgun höfðu 850 manns kosið í flokksvalinu. Kosningunni lýkur kl. 18 í dag.

Um netkosningu er að ræða og hefur hún gengið vel fyrir sig að sögn Eysteins Eyjólfssonar, upplýsingafulltrúa Samfylkingarinnar.

Þeir flokksmenn og skráðir stuðnigsmenn sem hafa ekki aðgang að nettengdri tölvu eða eru ekki með aðgang að heimabanka geta kosið á fjórum kjörstöðum í Suðurkjördæmi í dag kl. 13-17. Kosið er í Reykjanesbæ, Vestmannaeyjum, á Selfossi og Höfn í Hornafirði.

Stefnt er á að birta úrslit um kl. 19 í kvöld á Hótel Selfossi og mun sunnlenska.is fylgjast með á staðnum. Niðurstaða flokksvalsins er bindandi í fjögur efstu sæti listans og paralistaaðferð verður beitt til að tryggja jafnt hlutfall kynja.

Fyrri greinJólabingó á Borg
Næsta greinVilja stofna lýðháskóla í Skógum