83 ára á appelsínugulum Aygo

Guðrún Hjörleifsdóttir í Súluholti í Flóahreppi fékk afhentan nýjan appelsínugulan Toyota Aygo X-Cite hjá Toyota Selfossi í byrjun desember sl.

Guðrún, sem er 83 ára gömul, er virkilega ánægð með nýja bílinn sem sker sig úr í umferðinni enda er hann appelsínugulur með svörtum línum og svörtum felgum. Eins og nýi eigandinn segir er hann ótrúlega töff.

X-Cite bíllinn er ríkulega útbúinn en staðalbúnaður í honum er bakkmyndavél, handfrjáls búnaður, spólvörn og stöðugleikakerfi en bíllinn kemur á 15” álfelgum. Guðrún bætti þó um betur og lét m.a. setja svarta hliðarlista á bílinn og filmur í rúður.

Guðrún hefur lengi verslað við Toyota Selfossi og segir það ekkert vera að fara að breytast enda sé hún ánægð með þjónustuna og starfsfólkið.

Fyrri greinSunnlenskir knattspyrnumenn meðal 30 efstu
Næsta greinVarað við stormi seint í dag