800°C hiti efst í hrauninu

Þrátt fyrir að takmarkanir á umferð um Eyjafjallajökul hafi verið felldar niður benda Almannavarnir á að enn sé hætta við eldstöðvarnar.

Takmarkanir sem gilt hafa um umferð gangandi fólks sem og vélknúinna ökutækja á Eyjafjallajökli hafa verið felldar niður. Þrátt fyrir þetta er bent á, að jökullin er mjög hættulegur yfirferðar, þar sem hann er mjög sprunginn og þakinn mikilli ösku.

Enn er hætta við eldstöðvarnar bæði á Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi vegna eitraðra gastegunda, sem streyma frá þeim.

Einnig sýna mælingar að ennþá er gríðarlegur hiti í hrauninu og næst eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi hefur nýlega mælst 800 gráðu hiti á 10 sm dýpi.

Fyrri greinHamar vann í framlengingu
Næsta greinÍþróttaálfurinn í óvæntri heimsókn