8.895 umsóknir um 52 lóðir

Húsbygging í Björkurstykki á Selfossi. sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir

Sveitarfélagið Árborg auglýsti fyrir skemmstu lausar til úthlutunar 52 lóðir í 2. áfanga Björkurstykkis.

Ljóst er að ásókn í lóðir á Selfossi er mikil því að þegar umsóknarfresti lauk þann 16. apríl höfðu borist 8.895 umsóknir.

Skipulags- og byggingardeild hefur nú hafið vinnu við yfirferð umsókna. Að því búnu verður haft samband við umsækjendur ef umsókn uppfyllti ekki öll skilyrði og viðkomandi þá gefinn frestur til að bæta úr. Áætlað er að dregið verði úr gildum umsóknum í byrjun maí.

Um er að ræða lóðir fyrir einbýlis- par- rað og fjórbýlishús, samtals fyrir allt að 120 íbúðir.

Mynd/Landhönnun
Fyrri greinKóligerlasmit í vatni í Vestur-Landeyjum
Næsta greinSumar og vetur frusu ekki saman