8.500 skrifuðu undir mótmæli

Helmingur kosningabærra manna á Suðurlandi skrifaði undir áskorun þar sem mótmælt er stórfelldum niðurskurði á framlögum til heilbrigðismála á svæðinu.

Alls skrifuðu 8.477 íbúar nöfn sín á mótmælalistana. Þá hafa 2.547 eintaklingar skráð mótmæli sín á Facebooksíðu gegn niðurskurðinum.

Undirskriftarlistarnir verða afhentir forsætis-, heilbrigðis- og fjármálaráðherrum við Alþingishúsið í dag, fimmtudaginn 11. nóvember kl 16.00.

Sunnlendingar munu safnast saman við sjúkrahúsið á Selfossi klukkan 14:30 og aka þaðan fylktu liði á fólksbílum og rútum til Reykjavíkur.