79% kusu í Ásahreppi

Ásahreppur er eina sunnlenska sveitarfélagið þar sem kosningar eru óbundnar. Kjörfundi lauk þar kl. 19:00.

Á kjörskrá í hreppnum eru 134 og kusu 106, eða 79,1%.

Talning er hafin og er von á úrslitum „einhverntíman á næsta sólarhring,“ sagði Guðfríður Erla Traustadóttir, formaður kjörstjórnar, í samtali við sunnlenska.is.