72% Árborgarbúa vill skoða sameiningu

Mikill meirihluti þeirra sem tók þátt í skoðanakönnun í Árborg um sameiningu sveitarfélaga vill að Árborg sameinist öðrum sveitarfélögum. Flestir vilja sjá alla Árnessýslu sameinaða.

Samhliða sveitarstjórnarkosningum var spurt var um vilja íbúa til að kanna möguleika á sameiningu Sveitarfélagsins Árborgar við önnur sveitarfélög. Alls 2.870 tóku þátt í könnuninni eða 68,8% þeirra sem komu á kjörstað. Ógildir seðlar voru 12.

782 sögðu, „Nei, vil ekki að skoðaður verði möguleiki á sameiningu sveitarfélaga“

1.311 sögðu, „Já, ég vil að skoðaður verði sá möguleiki að sveitarfélögin í Árnessýslu sameinist í eitt sveitarfélag.“

765 sögðu „Já ég vil að skoðaður verði sá möguleiki að Sveitarfélagið Árborg sameinist …“ og var þá hægt að velja um sjö sveitarfélög.

Flóahrepp völdu 536, Sveitarfélagið Ölfus 387, Hveragerðisbæ 296, Grímsnes- og Grafningshrepp 191, Skeiða- og Gnúpverjahreppur 98, Bláskógabyggð 83 og Hrunamannahrepp 82.

Flestir þeirra sem eingöngu völdu eitt sveitarfélag völdu sameiningu við Flóahrepp eða 187. 113 völdu að skoða sameiningu við Flóahrepp, Hveragerði og Ölfus.

Fyrri greinMeirihluti Hvergerðinga hlynntur sameiningu
Næsta greinBilun í miðlunargeymi Selfossveitna