67 í einangrun á Suðurlandi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag eru 67 einstaklingar í einangrun á Suðurlandi vegna COVID-19. Það er svipaður fjöldi og í lok síðustu viku en hins vegar hefur fólki í sóttkví fækkað talsvert í sóttkví síðan fyrir helgi.

Núna eru 70 manns í sóttkví á Suðurlandi en voru 105 í lok síðustu viku.

Flest COVID tilfellin eru á Selfossi, þar eru 20 einstaklingar í einangrun og 49 í sóttkví. Á Eyrarbakka eru 11 manns í einangrun og 8 í sóttkví og í Hveragerði eru 10 í einangrun og 5 í sóttkví. Þetta kemur fram í tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Í gær greindust 26 með kórónuveirusmit innanlands í gær að því er fram kemur á covid.is.