66,8 milljónir til tækjakaupa á HSU

Heilbrigðisráðherra tilkynnti í vikunni skiptingu rúmlega 420 milljóna króna af fjárlögum sem varið verður til að efla tækjakost heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni.

Þar af fara 66,8 milljónir króna til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

Af þessum 420 milljónum er rúmur helmingur fjárins föst fjárveiting en 200 milljónum er varið tímabundið til endurnýjunar á myndgreiningarbúnaði stofnananna. Með þessu tímabundna framlagi er verið að bregðast við uppsafnaðri þörf fyrir úrbætur í þessum efnum.

Fénu er úthlutað með hliðsjón af þörf stofnananna og stærð þeirra. Hæstu upphæðirnar fóru til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og Heilbrigðisstofnunar Austurlands, 85 milljónir króna til hvorrar stofnuna.

Fyrri greinLilja Dögg sigraði í Stóru upplestrarkeppninni
Næsta grein„En glad svømmer er en god svømmer“